Menntastoðir er vinsæl námsbraut sem hefur veitt fjölda fólks ný tækifæri í námi. Námið er fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri. Þeir sem ljúka námi í Menntastoðum með tilskyldum árangri geta sótt um í undirbúningsdeildir háskólanna, Keili, HR og Bifröst.
Staðnám á tveim önnum: Kennt er frá 12:25-15:40 alla virka daga. Nemendur ljúka námi á tveim önnum (útskrifast í júní 2024). Staðnám á tveim önnum hentar vel þeim sem vilja taka taka námið á lengri tíma. Kenndar eru tvær námsgreinar í einu, samhliða námstækni.
Blandað fjarnám: Kennt í fjarnámi með staðlotum. Nemendur ljúka námi á tveimur önnum. Kennt er tvo virka eftirmiðdaga kl. 16:35 – 19:50 (mánudaga og miðvikudaga) í viku og tvo laugardaga í mánuði kl. 9 – 13:45. Næst á vorönn 2024
Fjarnám: Námið samanstendur af sex sjö vikna lotum og eru kenndar tvær námsgreinar í hverri lotu ásamt námstækni. Nemendur ljúka námi á tveimur önnum. Lokapróf (stærðfræði, íslenska, enska) eru tekin í Mími eða á öðrum stað sem samið er um við verkefnastjóra.
Fullt staðnám: kennt er frá 8:30-15:30 alla virka daga. Nemendur ljúka námi á einni önn.
Námsgreinar
Smellið á námsgreinar til að fá nánari upplýsingar.
Menntastoðir eru kenndar samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Mennta – og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til framhaldsskólaeininga. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði.
Pantaðu viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa áður en þú skráir þig í námið til að kanna þína möguleika
Nánari upplýsingar
Alma Guðrún Frímannsdóttir. Sími 580-1800. Netfang: alma@mimir.is
Sjá myndbönd um Menntastoðir:
Inntökuskilyrði
Allir sem eru 18 ára eða eldri og hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi geta sótt um Menntastoðir
Námsmat
Símat, verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.
Kennslustaður
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Styrkir/niðurgreiðslur
Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námið allt að 90%. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námið fyrst og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna.
VMST greiðir 75% af námskeiðsgjaldi en aldrei meira en 80 þúsund krónur á ári.
Stundatafla/kennslufyrirkomulag
Boðið er upp á staðnám, staðnámslotur, fjarnám og blandað fjarnám
Verð
*181.000
*Ath. verð getur breyst um áramót
Spurt og svarað?
Hvenær hefst námið?
Nám í Menntastoðum fer af stað á hverri önn svo lengi sem skráning sé nægjanleg. Á haustin byrja hópar í ágúst en á vorönn í janúar.
Hvenær útskrifast nemendur?
Formleg útskrift er tvisvar á ári, í desember og júní.
Ef ég klára Menntastoðir, kemst ég þá í háskóla?
Þeir sem útskrifast úr Menntastoðum geta sótt um nám í frumgreinadeildum háskólanna.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Skráning á póstlista
Upplýsingar um ný námskeið, tilboð og síðustu sætin á námskeið sem eru að hefjast.