Gildi þín hafa áhrif á athafnir þínar og ákvarðanir og því skiptir máli að huga að þeim þegar kemur að skipulagningu á námi og starfi. Gildin eru í rauninni þínar lífsreglur og tilfinningar sem hafa leitt þig áfram í gengum lífið:

  • Hvað er mikilvægt í þínu lífi?
  • Hvað gefur lífinu gildi í námi eða starfi?
  • Hvaða reynsla hefur verið góð eða slæm t.d. í starfi, námi eða öðru?

Gildi þín geta síðan breyst í gengum lífið, allt eftir því hvaða reynslu og upplifun þú hefur öðlast. Það sem skipti þig miklu máli þegar þú varst yngri skiptir ekki endilega máli í dag. Stundum getur verið erfitt að átta sig á gildum sínum og geta þessar upptalning hjálpað til með það:

Ábyrgð í starfi Eiga í góðum samskiptum við vinnufélaga
Ekki líkamlega erfitt starf Fá fræðslu og þjálfun í starfi
Fá tækifæri til að stunda nám/endurmenntun Fá tækifæri til að vera leiðtogi
Fara snemma á eftirlaun

Fastákveðinn vinnutími

Ferðalög Fjölbreytni í verkefnum/viðfangsefnum
Fríðindi í starfi Hafa möguleika á að þróast í starfi
Krefjandi starf Líkamlega erfitt starf
Lítið álag/stress

Ná jafnvægi í einkalífi og starfi

Njóta trausts

Nýta færni sína

Peningar/laun

Sjálfstæði/starfa sjálfstætt

Skilja tilganginn með starfinu

Sköpun

Starf sem endurspegla áhugamál 

Starf sem ekki hættulegt heilsunni

Starf sem hentar persónuleikanum

Starf í almannaþágu

Starf nálægt heimili

Starfsöryggi

Sveigjanlegur vinnutími

Þægilegt og snyrtilegt vinnuumhverfi

Þjónustulund

Útivera

Virðing/virðingarstaða

Vitsmunalega krefjandi starf

Var efnið á síðunni hjálplegt?