Fyrsta skrefið í atvinnuleit er góður undirbúningur. Gott er byrja á því líta inn á við og skoða ,,hver er ég? Þ vill stundum gleymast.

Við eigum það til vanmeta okkur og þá höfum við mögulega ekki kjark til sækja um það starf sem heillar okkur. Með sjálfsskoðun komum við betur auga á áhugasvið okkar, þá færni sem við búum yfir og þau gildi sem skipta okkur máli. Hægt er að fara tvær megin leiðir þegar byrja á leitina að starfi. Annars vegar eru það óformlegri leiðir, til dæmis að nýta tengslanetið og samfélagsmiðla. Það getur komið að góðum notum að virkja tengslanet sitt og láta vini, ættingja og aðra vita af yfirstandandi atvinnuleit. Það að vera í atvinnuleit á ekki að þurfa að vera feimnismál. Auk þess er hægt að nýta sér samfélagsmiðilinn LinkedIn sem er sérstaklega hannaður fyrir atvinnuleit. Hins vegar eru það formlegri leiðir, til dæmis ráðningarþjónustur og vinnumiðlanir. Þá er einnig gott að skoða heimasíður sveitarfélaga, fyrirtækja og stofnana. Hafa skal í huga að ekki eru öll störf auglýst. Það getur því verið sterkur leikur að senda skilaboð til þeirra fyrirtækja sem vekja áhuga, athuga hver starfsmannastaða þeirra er og láta vita af sér.

Vefsíður sem má nýta sér í atvinnuleitinni

Alfreð 

Vinnumálastofnun

Starfatorg

Morgunblaðið

Job.is

Vísir

Tvinna

Störf

Byggingar.is

 

Þegar kemur svo að því að koma sér á framfæri í atvinnuleitinni eru ferilskrá og kynningarbréf öflug verkfæri. Gott er að venja sig á að halda utan um öll þau gögn sem geta nýst í atvinnuleitinni og uppfæra þau reglulega verði einhver breyting á. Má þar nefna ferilskrá, kynningarbréf, prófskírteini, leyfisbréf, staðfestingu á námskeiðum, o.s.frv.

Var efnið á síðunni hjálplegt?