Launaumræðan er tekin í lok ráðningarferlisins þegar atvinnurekandi hefur tekið þá ákvörðun að bjóða þér starfið. Þegar semja á um laun þarftu að hafa kynnt þér laun sambærilegra starfa t.d. með því að skoða launatöflur hjá þínu stéttafélagi. Hér eru svo nánari upplýsingar um laun https://island.is/laun. Þá verður þú að hafa gert upp við þig hvað þú telur þekkingu þína, færni og reynslu mikils virði. Í kjölfarið getur þú sett fram raunhæfar launakröfur.
Ef þér hins vegar er ekki boðið starfið getur þú óskað eftir rökstuðningi um ástæður þess. Það getur verið gagnlegt til þess að undirbúa þig og sjá hvað þú þarf að bæta fyrir næstu atvinnuumsókn.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin