Hvað er raunfærnimat?

Raunfærni er færni sem fólk hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum, búsetu erlendis og fjölskyldulífi.

Raunfærnimat kortleggur þá færni og þekkingu sem viðkomandi hefur aflað sér. Það gerir færni og þekkingu sýnilega með því að meta hana á móti formlegu námi eða kröfum atvinnulífsins.

Raunfærnimat

Raunfærnimat getur:
  • stytt nám á ákveðnum brautum á framhaldsskólastigi (sjá neðar)
  • sýnt fram á starfsfærni á vinnumarkaði.
  • hjálpað fólki að hefja nám að nýju og/eða styrkja stöðu viðkomandi á vinnumarkaði.
Ferlið:
  1.  Viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa – skimunarviðtal (45-60 mín.). Tilgangur skimunar er að meta hvort viðkomandi eigi möguleika á að standast mat í meirihluta námsþáttanna og eigi því erindi í matið.  
  2. Færniskráning – færnimappa ( 2-3 klst.). Ítarleg skráning á þekkingu, reynslu og færni sem viðkomandi býr yfir.
  3. Sjálfsmat (2 klst.). Þátttakandi fer yfir lista þar sem hann metur eigin færni út frá námsmarkmiðum námsskrár verslunarfulltrúa.
  4. Matsviðtal, þátttakandi mætir í viðtal hjá matsaðilum. 
  5. Niðurstöður – lokaviðtal (1 klst.) Niðurstöður kynntar og næstu skref skoðuð.
Mímir býður uppá raunfærnimat í eftirfarandi:

Almenn starfshæfni
Leikskólaliðabraut
Félagsliðabraut
Félagsmála- og tómstundabraut
Verslun og þjónusta
Enska, danska íslenska og stærðfræði á hæfniþrep 1 og 2

Verð: Raunfærnimat er þátttakendum að kostnaðarlausu

Hef áhuga á að vita meira!

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?