Panta viðtal

Hvað er raunfærnimat?

Raunfærni er samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum, búsetu erlendis og fjölskyldulífi.

Raunfærnimat er staðfesting og mat á raunfærni einstaklings án tillits til þess hvernig eða hvar hennar hefur verið aflað. Það gerir færni og þekkingu sýnilega með því að meta hana á móti formlegu námi eða kröfum atvinnulífsins.

Fyrir hverja er raunfærnimat?

Raunfærnimat hjá Mími er fyrir einstaklinga 23 ára og eldri sem hafa a.m.k þriggja ára starfsreynslu úr því starfi sem meta skal. Raunfærnimat er ætlað þeim einstaklingum sem hafa litla, formlega menntun. 

 

 

Afhverju raunfærnimat?

Að ljúka raunfærnimati getur:

  • stytt nám á ákveðnum brautum á framhaldsskólastigi (sjá neðar)

  • sýnt fram á starfsfærni á vinnumarkaði.

  • hjálpað fólki að hefja nám að nýju og/eða styrkja stöðu viðkomandi á vinnumarkaði. 

Hvaða raunfærnimat er í boði?

Stuðningsfulltrúi

 

Leikskólaliði

Félagsliði

Félagsmála- og tómstundaliði

Almenn starfshæfni

Fagnám verslunar og þjónustu

Raunfærnimat í fagnámi verslunar og þjónustu er fyrir starfandi verslunarfólk þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins og er metin til eininga á móti kenndum áföngum í Verzlunarskóli Íslands.

Fagnám í verslun og þjónustu er 90 eininga og er blandað af fjarnámi og vinnustaðanámi í fyrirtækjum. Hér má nálgast nánari upplýsingar um skipulag námsins:

https://www.verslo.is/namid/fagnam-verslunar-og-thjonustu

Hvernig er ferli raunfærnimats?

 

Hvað kostar raunfærnimat?

  • Raunfærnimat er þátttakendum að kostnaðarlausu*, hafi þau ekki lokið námi á framhaldsskólastigi. 
  • Þau sem hafa lokið t.d. stúdentsprófi, sveinsprófi eða sambærilegri menntun greiða fyrir raunfærnimatið. 
    • Grunngjaldið er 159.000 kr. og 1.947 kr. fyrir hverja staðna einingu. Verðskráin miðast við verðskrá Fræðslusjóðs.
    • Þau sem greiða í stéttarfélag geta sótt um niðurgreiðslu úr sínum starfsmenntasjóði hjá viðkomandi stéttarfélagi.

*Fræðslusjóður niðurgreiðir raunfærnimat fyrir markhóp framhaldsfræðslulaga nr. 27/2010 en sjóðurinn fær framlög í fjárlögum.

 

 

Panta skimunarviðtal

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?