Hvað er raunfærnimat?

Raunfærni er samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum, búsetu erlendis og fjölskyldulífi.

Raunfærnimat er staðfesting og mat á raunfærni einstaklings án tillits til þess hvernig eða hvar hennar hefur verið aflað. Það gerir færni og þekkingu sýnilega með því að meta hana á móti formlegu námi eða kröfum atvinnulífsins.

Fyrir hverja er raunfærnimat?

Raunfærnimat hjá Mími er fyrir einstaklinga 23 ára og eldri sem hafa a.m.k þriggja ára starfsreynslu úr því starfi sem meta skal á móti námi.  

 

 

Raunfærnimat getur:

  • stytt nám á ákveðnum brautum á framhaldsskólastigi (sjá neðar)

  • sýnt fram á starfsfærni á vinnumarkaði.

  • hjálpað fólki að hefja nám að nýju og/eða styrkja stöðu viðkomandi á vinnumarkaði.

Ferlið

Mímir býður uppá raunfærnimat í eftirfarandi:

Almenn starfshæfni
Leikskólaliðabraut
Félagsliðabraut
Félagsmála- og tómstundabraut
Verslun og þjónusta
Enska, danska íslenska og stærðfræði á hæfniþrep 1 og 2

Verð: Raunfærnimat er þátttakendum að kostnaðarlausu

Hef áhuga á að vita meira!

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?