Þrátt fyrir að rafrænum atvinnuviðtölum hafi fjölgað, og svo muni verða áfram, er gott að hafa í huga að enn gilda sömu reglur og ef um almennt atvinnuviðtal væri að ræða.

Það þarf hins vegar að huga að fleiri atriðum þegar kemur að rafrænu atvinnuviðtali og undirbúningi þess svo ekki verði truflun í viðtalinu sjálfu:

  • Skoða og prófa forritið sem á að nota
  • Huga að bakgrunni, lýsingu, staðsetningu, truflun og hljóði
  • Fatnaður – ekki vera í sama lit og bakgrunnur
  • Hafa útprentaða ferilskrá og kynningarbréf eða hafa gögnin opin í tölvunni
  • Vera með punkta til hliðsjónar svo ekkert gleymist
  • Hafa símanúmer viðmælanda ef eitthvað kemur upp á
  • Horfa í myndavélina og ná augnsambandi
  • Mæta stundvíslega

Var efnið á síðunni hjálplegt?