Íslenska 1050/2050

Námskeiðslýsing

Áhersla er lögð lestur og tjáningu í ræðu og riti. Lesnir eru fjölbreyttir textar og fjallað um þá. Nemendur fá innsýn í grunnhugtök bókmenntafræði, myndmál, ljóðstafi og rím.  Nemendur fá þjálfun í ritun styttri og lengri texta, heimildaleit og notkun heimilda. Grunnatriði málfræði og setningafræði eru æfð, s.s. orðflokkagreining, skipting texta í setningar og setningahluta. Nemendur fá þjálfun í stafsetningu og greinamerkjasetningu, svo og í notkun hjálparvefja um íslenskt mál. Íslenska 1050 er á hæfniþrepi 1 og íslenska 2050 er á hæfniþrepi 2.

Námsmarkmið

Að nemendur öðlist þekkingu, leikni og færni í:

  • lestri fjölbreyttra texta, s.s. skáldsagna, ljóða og fornbókmennta
  • greiningu myndmáls og stílbragða í textum
  • ritun texta og ritgerða, heimildavinnu og ritun heimildaritgerða
  • grunnatriðum málfræði og setningafræði
  • stafsetningu og greinamerkjasetningu
  • munnlegri framsögn                                                    
 
 
Var efnið á síðunni hjálplegt?