Greiðsluskilmálar vegna greiðslu nemendagjalda hjá Mími

Nemendagjöld á að greiða áður en nám hefst og telst skráning ekki gild fyrr en búið er að ganga frá greiðslu. Hægt er að velja um eftirfarandi greiðslumáta:

  • Kreditkort
  • Debetkort

 Vinsamlega athugið að eftir að nám er hafið hefur nemandi skuldbundið sig til að greiða allt námsgjaldið og ekki er hægt að fá það fellt niður eða endurgreitt. Ef nemandi hættir við nám eftir að umsókn hefur verið samþykkt en áður en nám hefst áskilur Mímir sér rétt til að innheimta 10% af námsgjaldi vegna umsýslu. Ef lágmarksfjöldi þátttakenda næst ekki, endurgreiðir Mímir námskeiðsgjaldið að fullu.

Gjalddagi er útgáfudagur reiknings, eindagi er 7 dögum síðar. Tíu dögum eftir eindaga fer krafan í innheimtuferli með tilheyrandi kostnaði. Á kröfu sem ekki er greidd á eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags.

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?