Tilgangurinn með kynningarbréfi er að gefa betri mynd af umsækjanda, hver hann er og hvert hann stefnir. Það má í raun líkja ferilskrá við beinagrind og með kynningarbréfi sé verið að setja kjöt á beinin.

Hér gefst umsækjanda því tækifæri til að vekja betur athygli á sjálfum sér og rökstyðja það sem fram kemur í ferilskránni. Mikilvægt er því að fjöldaframleiða ekki kynningarbréfið heldur aðlaga það að hverju starfi fyrir sig.

Í kynningarbréfi gefur umsækjandi ítarlegar upplýsingar um sig. Oft er slíkt bréf skrifað fyrir hvert og eitt starf sem sótt er um. Þar reynir umsækjandi að sýna fram á þekkingu og færni sem nýtist vel í tilteknu starfi. Vanda þarf málfar og uppsetningu ásamt því að hafa bréfið ekki of langt, gjarnan er miðað við að hámarki eina blaðsíðu.

Dæmi um kynningarbréf

Var efnið á síðunni hjálplegt?