Enska 1050/2050

Námsskeiðslýsing

Námskeiðið er byggt á öllum fjórum færniþáttunum: lestri, hlustun, tali og ritun. Verkefni miða að því að byggja upp færni nemandans til að öðlast staðgóða þekkingu og færni í tali, ritun og skilningi á rituðu og töluðu máli. Margvíslegir textar verða lesnir og unnið ítarlega með orðaforða á fjölbreyttan hátt. Farið verður í ýmis málfræðiatriði, sérstaklega tíðir sagna, og verkefni unnin. Nemendur munu lesa smásögur og skáldsögu og leysa verkefni í tengslum við þær. Nemendur munu vinna ýmsar ritunaræfingar og þjálfa þannig notkun orðaforða og mál- og ritfærni sem og þjálfun í stafsetningu. Nemendur munu leysa hin ýmsu tal- og hlustunarverkefni til að þjálfa færni sína í þeim þáttum. Nemendur munu með textunum kynnast menningu og mannlífi hans betur. Notast verður við margmiðlunartækni í tímum og námi og notkun orðabóka verður þjálfuð. Enska 1050 er á hæfniþrepi 1 og enska 2050 er á hæfniþrepi 2.

Námsmarkmið

Að nemendur öðlist þekkingu, leikni og færni í:

  • að beita tungumálinu í ræðu og riti
  • lestri margs konar texta með það að markmiði að auka lesskilning og orðaforða
  • ritun texta meðal annars þar  við uppsetningu ritgerða og texta, s.s. inngang, meginmál og lokaorð
  • að rita málfræðilega og stafsetningalega rétta texta
Var efnið á síðunni hjálplegt?