Markmið atvinnuviðtals er tækifæri til koma á framfæri frekari upplýsingum um þig á skýran og greinagóðan hátt. 

Þá er tækifæri til útskýra betur það sem fram kom í ferilskrá og kynningarbréfi. Auk þess getur þú nýtt atvinnuviðtalið til afla þér nánari upplýsinga um starfið og fyrirtækið sem vonandi gerir þér kleift átta þig á því hvort það henti þér og þörfum þínum, gildum og áhuga. Á sama tíma aflar atvinnurekandi aukinna upplýsinga um þig og getu þína til þess gegna tilteknu starfi. Oft eru þetta upplýsingar sem koma ekki fram í umsókninni sjálfri. Þarna er verið meta hvort þú mætir þeim kröfum sem starfið krefst ásamt því kanna þætti eins og persónulegt fas, viðbrögð í tali, styrkleika og veikleika. Stór þáttur af atvinnuviðtalinu er líka sjá og tilfinningu fyrir því hvernig þú myndir passa inn í starfsmannahópinn.

Undirbúningur fyrir atvinnuviðtal 

Margir kvíða atvinnuviðtalinu enda getur verið ákveðin pressa að markaðssetja sjálfan sig sem starfskraft í tiltekið starf. Góður undirbúningur getur dregið verulega úr kvíðanum. Að afrita atvinnuauglýsinguna þegar þú sækir um er góð hugmynd því hún mun verða tekin út þegar á líður. Þannig er hægt að líta aftur yfir og rifja upp hverju atvinnurekandi leitast eftir og þannig að undirbúa sig enn betur.

Atvinnuviðtöl gangar oftar en ekki út á samtal og þess vegna getur verið mikilvægt að ná góðu flæði í samræðunum. Gott er ef þú getur æft þig heima og reynt að sjá fyrir þér viðtalið – hvaða spurningar gætu komið upp og hvernig þú ætlar að svara þeim. Er eitthvað sérstakt sem þú vilt koma á framfæri eða vilt spyrja um og þá hvað? Það sýnir merki um áhuga þinn á starfinu að koma inn í atvinnuviðtal með fyrirfram ákveðnar spurningar sem snerta á starfi, aðstæðum og vinnutíma.

Einnig getur verið góð regla kynna sér fyrirtækið og starfsemi þess. Skoða þá sérstaklega heimasíðu fyrirtækisins og hvaða gildi það stendur fyrir. Gott hafa kynnt sér staðsetningu fyrirtækisins og hvenær þurfi leggja af stað til mæta tímanlega. Sumir vilja einnig hafa með sér afrit af ferilskrá, kynningarbréfi eða öðrum gögnum sem gætu komið notum og er þá gott hafa tekið þau saman. lokum er gott klára taka til snyrtilegan klæðnað kvöldinu áður, reyna hvíla sig og nægan svefn. Atvinnurekendur mynda sér skoðun á umsækjanda á fyrstu mínútum viðtals. Það getur því verið gagnlegt að velta því fyrir sér hvernig umsækjandi vill koma fram. Í atvinnuviðtalinu sjálfu er því mikilvægt að mæta stundvíslega, vera kurteis og sýna fyrirtæki og starfi áhuga. Einning þarf að hugið líkamstjáningu og framsetningu. Að lokum er gott að gefa sér smá tíma til umhugsunar þegar erfiðum spurningum er svarað. Það er ekkert því hinkra augnablik og velta fyrir sér hvernig skuli svara.

Rafrænt atvinnuviðtal

Þrátt fyrir að rafrænum atvinnuviðtölum hafi fjölgað, og svo muni verða áfram, er gott að hafa í huga að enn gilda sömu reglur og ef um almennt atvinnuviðtal væri að ræða.

Það þarf hins vegar að huga að fleiri atriðum þegar kemur að rafrænu atvinnuviðtali og undirbúningi þess svo ekki verði truflun í viðtalinu sjálfu:

  • Skoða og prófa forritið sem á að nota
  • Huga að bakgrunni, lýsingu, staðsetningu, truflun og hljóði
  • Fatnaður – ekki vera í sama lit og bakgrunnur
  • Hafa útprentaða ferilskrá og kynningarbréf eða hafa gögnin opin í tölvunni
  • Vera með punkta til hliðsjónar svo ekkert gleymist
  • Hafa símanúmer viðmælanda ef eitthvað kemur upp á
  • Horfa í myndavélina og ná augnsambandi
  • Mæta stundvíslega

Gangi þér vel!

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?