Stærðfræði – STÆ 1, 2 og 3

Námsskeiðslýsing

Lagður er grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði, nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslum og lausnum verkefna og þrauta en jafnframt er talnameðferð rifjuð upp. Viðfangsefnin eru á sviði rúmfræði en jafnframt er talnameðferð rifjuð upp. Farið verður yfir hnitakerfið og jöfnu beinnar línu.

Lagður er grundvöllur að skilningi á rauntalnakerfinu og fallhugtakinu ásamt góðri færni í algebru. Fjallað er um ýmsar gerðir jafna og ójafna og algebru. Unnið er með mengi, veldi með ræðum veldisvísum og rætur, fleygboga, föll og margliður, margliðudeilingu og núllstöðvar margliða. Stærðfræði 1,2 og 3 hjá Mími má meta til jafns við stærðfræði á hæfniþrepi 1 og 2 (102, 122 og 202) í framhaldsskóla.

Námsmarkmið

Að nemendur öðlist þekkingu, leikni og færni í:

  • að temja sér nákvæm vinnubrögð
  • að vinna með tölur og leysa ýmsar talnaþrautir
  • rúmfræði, algebru, hnitakerfinu, hornafræði o.fl.
  • að reikna hlutföll, prósentur, vaxtareikning og hornafræði
  • að þekkja helstu eiginleika vigra í hnitakerfi
  • að geta unnið með fallhugtakið og aðgerðir með föllum
  • að þekkja vel annars stigs margliðu og annars stigs jöfnu
  • að reikna með margliðum og ræðum föllum
  • að þekkja undirstöðuatriði mengjafræðinnar
  • að auka skilning sinn á algebru og hnitakerfinu
Var efnið á síðunni hjálplegt?