Gott er að kanna námslega stöðu þína og athuga þannig hvaða næstu skref eru möguleg. Hægt er að leita til náms- og starfsráðgjafa þurfir þú aðstoð með að lesa úr námsferli, átta þig betur á námslegri stöðu þinni og áframhaldandi námi. Náms- og starfsráðgjafa finnur þú víða, t.d. hjá símenntunarstöðvum um land allt (https://fraedslumidstodvar.is/).

Upplýsingar um fyrra nám og námsferil má nálgast inn á mínum síðum inn á Ísland.is www.island.is – þar er að finna yfirlit yfir þá áfanga sem þú hefur lokið ásamt einingafjölda. Einnig má leita til þess skóla sem þú stundaðir nám hjá ef einhverjar upplýsingar vantar.

Sért þú með prófgráðu erlendis frá getur þú leitað til Enic/Naric Íslandi( http://www.enicnaric.is/) með að láta meta námið.

Sé um að ræða löggilt iðnnám erlendis frá má hafa samband við Iðuna fræðslusetur (https://www.idan.is/) með mat á námi og ráðgjöf en við Rafmennt (https://www.rafmennt.is/) vegna rafiðngreina. Til að fá yfirsýn yfir menntun þína er hægt að nota skipulagið hér að neðan:

Menntun formlegt/óformlegt nám

 

Réttindi / skírteini

Erlend tungumál

Íslenska eða móðurmál

 Tölvufærni

Var efnið á síðunni hjálplegt?