Styrkir í boði

Fyrirtæki sem greiða iðgjald í starfsmenntasjóði/-setur geta sótt um styrki til starfsmenntunar fyrir starfsmenn sína eða vegna námskeiða sem starfsmenn sækja sem vilja sækja um endurgreiðslu vegna fræðslu. Upphæð styrkja fer eftir stéttarfélagsaðild starfsmanna. Reglur sjóðanna eru mismunandi, eins og sjá má á vefgáttinni Áttin (attin.is) en Mímir veitir fyrirtækjum aðstoð við gerð umsókna.  

Sjóðir veita styrki m.a. til að niðurgreiða námskeið, greina fræðsluþarfir hjá fyrirtæki og/eða hæfnigreina störf.  

Auk þessa geta starfsmenn sjálfir sótt um einstaklingsstyrki hjá flestum sjóðum.

 

Nánari upplýsingar um ráðgjöf og þjónustu við fyrirtæki veita:

Helga Rúna Þorsteinsdóttir

Kristín Erla Þráinsdóttir

Sími: 580-1800. Netfang: fyrirtaeki@mimir.is

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?