Lokaverkefni

Hæfniþrep 2

Einingar: 5

Námskeiðslýsing

Í áfanganum lokaverkefni fer fram samþætting nokkurra námsgreina. Markmið námskeiðsins er að nemendur læri að skrifa heimildarritgerð og ljúki náminu með formlegri kynningu. Efni og leiðsögn á námskeiðinu miðar að því að byggja upp færni nemandans til að öðlast staðgóða þekkingu og færni í að vinna heimildarritgerð.

Námsmarkmið

Að nemendur öðlist þekkingu, hæfni og leikni í

  • Að geta skrifað ritgerð með uppsetningunni inngangur, meginmál og lokaorð
  • Að leita heimilda á netinu
  • Að taka sjálfstæðar ákvarðanir er varða val á heimildum
  • Að kunna að nota og skrá heimildir rétt í texta
  • Að geta sett upp heimildarskrá
  • Að skrifa heimildarritgerð og kynna hana formlega
Var efnið á síðunni hjálplegt?