Hvað er í boði?

Mímir veitir fyrirtækjum þjónustu og ráðgjöf um allt sem snýr að því að efla mannauð sinn með árangur að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á einfaldar leiðir sem stuðla að árangri í rekstri og aukinni starfsánægju. Þjónustan byggir á gildum Mímis; fagmennsku, framsækni og samvinnu. Hér má skoða upplýsingabækling um fyrirtækjaþjónustuna

radgjöf og þjónusta

Áhersla er lögð á að styðja stjórnendur við þarfagreiningar fyrir fræðslu, stefnumörkun og uppbyggingu mannauðs í takt við stefnu fyrirtækisins með fræðslu að leiðarljósi.  

Við bjóðum meðal annars upp á: 
  • Þarfagreiningar fyrir fræðslu, hvort sem er fyrir fyrirtækið í heild sinni eða einstakar deildir/svið. Sú aðferðarfræði sem Mímir notar við greiningar á fræðsluþörf er viðurkennd og styrkja starfsmenntasjóðir ferlið.     

  • Náms- og starfsráðgjöf fyrir starfsfólk. Mímir býður upp á náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum, starfsmönnum og fyrirtækjum að kostnaðarlausu. 

  • Fjölbreytt námsframboð. Mímir býður námskeið fyrir fyrirtæki og einstaklinga þar sem þarfir hvers og eins eru hafðar að leiðarljósi. 

  • Aðstoð við innleiðingu á rafrænni fræðslu. Sérfræðingur frá Mími aðstoðar stjórnendur við að gera innanhúss fræðslu rafræna þannig að starfsmenn geti sótt sér þekkingu utan eða innan vinnutíma og hver fyrir sig. 

Nánari upplýsingar um ráðgjöf og þjónustu við fyrirtæki veitir:  

Sigríður Droplaug Jónsdóttir. Sími: 580-1800. Netfang: sigridur@mimir.is

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?