Námskeið fyrir vinnustaði

Hjá Mími er áralöng reynsla af gerð sérsniðinna námskeiða fyrir mismunandi hópa. Námskeiðin eru ætíð sniðin að þörfum vinnustaðarins. Námskeiðin geta farið fram á vinnustaðnum eða í húsnæði Mímis.   

vinnustaðir

Sérfræðingur frá Mími greinir þarfir vinnustaðarins fyrir fræðslu og skilgreinir markmið og áherslur í náminu í samvinnu við vinnustaðinn. Mat á stöðu starfsmanna fer fram í upphafi og við lok náms óski fyrirtæki eftir því. Þá hefur starfsfólk aðgang að náms- og starfsráðgjöf meðan á náminu stendur. Vinnustöðum stendur til boða að í lok námskeiðs fari fram rafrænt mat á námskeiðinu og er þá niðurstöðum skilað til vinnustaðarins ásamt viðurkenningum sem staðfesta þátttöku á námskeiðinu.

Þá býður Mímir mikið úrval starfstengdra námsbrauta sem m.a. geta stytt leið í undirbúningsdeildir háskólanna.

Nánari upplýsingar um ráðgjöf og þjónustu við fyrirtæki veitir:  

Sigríður Droplaug Jónsdóttir. 5801800. Netfang: sigridur@mimir.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?