Ferilskrá er stutt kynning á umsækjanda þar sem helstu upplýsingar um reynslu og þekkingu koma fram. Mikilvægt er að vanda til verks og gefa sér tíma þegar ferilskrá er sett upp. Huga þarf að málfari, frágangi og útliti, ásamt því að hafa hana ekki of langa en gott er að miða við eina til tvær blaðsíður. Algeng mistök eru að hafa ferilskrár of skrautlegar, langar eða ýktar. Það er því gott ráð að fá einhvern til að lesa yfir hana að verki loknu.
Gerð ferilskrár er svo í raun aldrei lokið þar sem hún er í stöðugri uppfærslu, allt eftir því hvað bætist í reynslubankann. Það má því líkja ferilskránni við lifandi skjal. Þó getur verið gott að eiga grunnferilskrá sem er svo hægt að aðlaga hverju sinni þegar sótt er um starf, sama gildir um kynningarbréf.
Hvers vegna ferilskrá
Tilgangurinn með ferilskrá er að vekja áhuga á sjálfum sér í tiltekið starf og opna þannig dyrnar að mögulegu atvinnuviðtali. Góð ferilskrá getur gert gæfumun en það má segja að hún sé markaðssetning á umsækjanda.
Ferilskrá er stutt kynning á umsækjanda þar sem helstu upplýsingar um reynslu og þekkingu koma fram. Mikilvægt er að vanda til verks og gefa sér tíma þegar ferilskrá er sett upp. Huga þarf að málfari, frágangi og útliti, ásamt því að hafa hana ekki of langa en gott er að miða við 1-2 blaðsíður. Algeng mistök eru að hafa ferilskrár of skrautlegar, langar eða ýktar. Það er því gott ráð að fá einhvern til að lesa yfir að verki loknu.
Það getur líka verið gott að eiga grunnferilskrá sem er svo hægt að aðlaga hverju sinni þegar sótt er um starf, sama gildir um kynningarbréf (eru lifandi skjöl).
Dæmi um ferilskrá
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin