PANTA TÍMA Í NÁMS- OG STARFSRÁÐGJÖF

Náms-og starfsráðgjafar aðstoða einstaklinga við ákvarðanatöku um nám eða starfsþróun. Þeir veita einnig þjónustu vegna raunfærnimats.

Viðtöl við markhóp framhaldsfræðslunnar eru einstaklingum að kostnaðarlausu. Ráðgjöf er fyrst og fremst ætluð einstaklingum með stutta formlega skólagöngu og er fjármögnuð af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. 

Markmið ráðgjafa Mímis er að:

  • veita upplýsingar um nám, starfsþróun og raunfærnimat

  • veita aðstoð við gerð ferilskrár og kynningarbréfs

  • veita aðstoð við að skipuleggja starfsleit

  • veita leiðsögn um góð vinnubrögð og skipulag í námi

  • veita upplýsingar og aðstoð við að styrkja stöðu á vinnumarkaði

 

 

Við hlökkum til að heyra í þér
 

Álfhildur Eiríksdóttir. 580-1800. alfhildur@mimir.is

Karen Guðmundsdóttir. 580-1800. karen@mimir.is

Kristín Erla Þráinsdóttir. 580-1800. kristin@mimir.is  

María Stefanía Stefánsdóttir. 580-1800. maria@mimir.is 

 

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?