Náms- og starfsráðgjafar mæta einstaklingi á hans forsendum og aðstoða við að finna leiðir í námi og/eða um þróun starfsferils. Ráðgjafar aðstoða einstaklinga við ákvarðanatöku um nám eða starfsþróun. Þeir veita einnig þjónustu vegna raunfærnimats.
Viðtöl við markhóp framhaldsfræðslunnar eru einstaklingum að kostnaðarlausu. Ráðgjöf er fyrst og fremst ætluð einstaklingum með stutta formlega skólagöngu og er fjármögnuð af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Hvetja starfsmenn til virkrar símenntunar
Skoða möguleika á færniþróun í starfi eða einkalífi
Veita einstaklingsmiðaða aðstoð við að skoða mögulegar leiðir í námi og styrki
Veita aðstoð við að setja sér markmið í námi og starfi
Helga Lind Hjartardóttir. 580-1800. helgalind@mimir.is
Kristín Erla Þráinsdóttir. 580-1800. kristin@mimir.is
Kristjana Katrín Þorgrímsdóttir. 580-1800. katrin@mimir.is