Hæfniþrep 2
Einingar: 5
Í námstækni er lögð áhersla á helstu atriði sem hafa áhrif á námsgetu og upplag hvers og eins Nemendum er kynnt margvísleg tækni sem hægt er að nýta sér við nám til að auka námsárangur og námsánægju. Stefnt er að því að nemendur finni námstækni sem hentar hverjum fyrir sig og að þeir tileinki sér nýjar aðferðir eftir því sem við á. Fjallað er um skipulögð vinnubrögð, sálræna þætti sem hafa áhrif á nám, áhrifaþætti hvað varðar námsárangur eins og námstækni námsgreina, tímastjórnun, glósutækni, lestraraðferðir, minni, upprifjun, einbeitingu, áhuga, virkni, prófundirbúning, og próftöku.
Í sjálfstyrkingu er lögð áhersla á að nemendur geri sér grein fyrir eigin ábyrgð í samskiptum og hvaða áhrif framkoma annarra hefur á þá. Unnið er markvisst að því að efla samskiptafærni nemenda og tekin fyrir atriði eins og eigin hugsanir, virk hlustun, tjáskipti, gagnrýni og að leysa ágreining. Lögð er áhersla á að kenna nemendum aðferðir til að átta sig á eigin styrkleikum og annarra í hópavinnu til að ná betri árangri.
Að nemendur öðlist þekkingu, hæfni og leikni í:
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin