Námstækni og sjálfstyrking

Námskeiðslýsing

Áhersla er á að nemendur finni námstækni sem hentar hverjum fyrir sig og að þeir tileinki sér nýjar aðferðir eftir því sem við á. Fjallað er um skipulögð vinnubrögð, þætti sem hafa áhrif á nám, námstækni ólíkra námsgreina, tímastjórnun, glósutækni, lestraraðferðir, minni, upprifjun, einbeitingu, áhuga, virkni, prófundirbúning, próftöku og sálfræði námsins.

Í sjálfstyrkingunni er lögð áhersla á að nemendur læri um eigin ábyrgð í samskiptum og hvaða áhrif framkoma, bæði þeirra og annarra, hefur á samskipti. Unnið er markvisst að því að efla samskiptafærni nemenda og farið yfir þætti líkt og eigin hugsanir, virk hlustun, tjáskipti, gagnrýni og að leysa ágreining. Áhersla er á að kenna nemendum aðferðir til að átta sig á eigin styrkleikum og annarra til að ná betri árangri í hópavinnu.

Námsmarkmið

Að nemendur:

  • þekki í aðalatriðum hvað hefur áhrif á nám
  • þekki undirstöðuatriði í námstækni
  • geti í lok náms beitt námstækni sem hentar eigin námsstíl
  • þekki leiðir í lok náms til að beita skipulögðum vinnubrögðum og sjálfsaga í námi
  • þekki samhengi milli sjálftrausts og framkomu og áhrif þeirra þátta í samskiptum við aðra
  • þekki hvernig hægt er að efla sjálfstraustið og sjálfsábyrgðina í tengslum við eigin líðan
  • efli færni sína til að vinna í hópum
Var efnið á síðunni hjálplegt?