Skipulag kennslu hjá Mími

Kennarar þurfa að gera ráð fyrir að kennsla geti flust alfarið á stafrænt form með stuttum fyrirvara ef aðstæður í þjóðfélaginu krefjast þess. Mímir leggur áherslu á að gæta ákveðins samræmis eins og kostur er hvað varðar þau tæki, tól og forrit sem nýtt eru til stafrænnar kennslu. 

Kennslukerfið Inna

Öll námskeið hjá Mími eiga svæði í kennslukerfi Innu. Nauðsynlegt er að allir kennarar hjá Mímis skrái sig inn og visti meðal annars kennsluáætlanir þar. Í Innu eru ýmis verkfæri sem styðja starf kennara og nýta má í stafrænu námi:

 • Tilkynningar til nemenda.
 • Deiling á lesefni, skrám og upptökum.
 • Fyrirlögn og skil verkefna.
 • Einkunnagjöf og endurgjöf.
 • Umræðuþræðir.

 

Tæknileg útfærsla 

 • Inna skal notuð til að miðla verkefnum, öðru efni og upplýsingum í tengslum við fjarkennsluna.
 • Nýjustu leiðbeiningar vegna kennslukerfis eru undir Aðstoð í appelsínugulu Innu.
 • Ekki er heimilt að nota önnur forrit en Mímir leggur til hér að neðan við að miðla efni eða upplýsingum í tengslum við fjarkennsluna. Dæmi: Ekki skal nota Facebook við fjarkennsluna vegna eignaréttarákvæðis Facebook.  

 

Fjarfundir með nemendum

Kennarar geta nýtt sér eftirfarandi lausnir til þess að halda fjarfundi með nemendum:

 Tækniþróunarteymi veitir þó aðeins ráðgjöf og aðstoð varðandi Teams enda það hluti af því kerfi sem að Mímir kaupir, notar og þekkir.

Hugmyndir við fjarkennslu 

 • Skrifleg verkefni (skilað í Innu).
 • Munnleg verkefni (skilað í Innu).
 • Nemendur taka sjálfa sig upp og senda í gegnum Innu.
 • Talglærur (aðgengilegar í Innu).
 • Powerpoint.
 • Myndbönd (aðgengileg í Innu).
 • Camtasia. Hægt að fá 30 daga prufuáskrift en einnig koma í Mími sem er með fulla áskrift.                                      

        Kennslumyndband https://www.youtube.com/watch?v=u2vF1NJGmsQ                                                                      

        Kennslumyndband https://www.youtube.com/watch?v=nyP39kp0fBE 

 • Upptaka af kennara með vefmyndavél eða síma.
 • Umræður í hóp eða einstaklingsfundir með kennara.

 

Stuðningur 

 • Húsnæði Mímis er opið frá 8:30-16:00 alla virka daga, á föstudögum er opið til kl. 15:00.

 • Hægt er nota kennslustofur ef kennara vilja nýta sér þær til undirbúnings og/eða námsefnisgerðar. 

 • Hægt er að bóka upptökuherbergi í Mími til að taka upp talglærur eða aðrar upptökur. Bókað er með því að senda tölvupóst á fulltrúa úr tækniþróunarteymi.

 • Tækniþróunarteymi er til aðstoðar við hvers kyns vandamál  (Alma, Anney og Sigríður).

Var efnið á síðunni hjálplegt?