Menntastoðir er vinsæl námsbraut sem hefur veitt fjölda fólks ný tækifæri í námi. Fólk er vel undirbúið í náminu fyrir áframhaldandi nám. Þau sem ljúka Menntastoðum geta sótt um í undirbúningsdeildir háskólanna, það er Keili, HR, Bifröst eða iðn- og tækninám.
Á haustönn 2024 verður boðið upp á:
Staðnám er kennt í Mími, Höfðabakka 9. Reykjavík.
Kennt er frá 8:30-15:30 alla virka daga.
Smellið á námsgreinar til að fá nánari upplýsingar.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja nám hjá Mími?
Hér neðar eru tenglar á vefsíður þar sem nálgast má upplýsingar um styrki. Athugið að listinn er ekki tæmandi.
Inntökuskilyrði
a. að vera 18 ára eða eldri og hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi
eða
b. að hafa undirritað námssamning hjá Vinnumálastofnun
Námsmat
Unnið er samkvæmt hugmyndum um leiðsagnarmat. Námsárangur og námsframvinda nemenda er metin jafnt og þétt alla önnina með fjölbreyttum verkefnum og stuttum könnunum.
Kennslustaður
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Styrkir/niðurgreiðslur
Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námið allt að 90%. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námið fyrst og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna.
Stundatafla/kennslufyrirkomulag
Kennt er frá 8:30-15:30 alla virka daga.
Verð
200.000 kr. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði.
Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar
Spurt og svarað
Hvenær hefst námið?
Nám í Menntastoðum fer af stað á hverri önn svo lengi sem skráning er nægjanleg. Á haustin byrja hópar í ágúst en á vorönn í janúar.
Hvenær útskrifast nemendur?
Formleg útskrift er tvisvar á ári, í desember og júní.
Ef ég klára Menntastoðir, kemst ég þá í háskóla?
Þeir sem útskrifast úr Menntastoðum geta sótt um nám í frumgreinadeildir háskólanna.
Hvað margar einingar eru í Menntastoðum?
Menntastoðir eru kenndar samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Mennta – og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til framhaldsskólaeininga.