Á síðustu árum hefur íslenskur vinnumarkaður breyst og fjölmenning aukist. Það er mikilvægt fyrir stjórnendur og starfsfólk að vera meðvitað um þau tækifæri og áskoranir sem felast í ólíkri sýn og venjum samstarfsfólks. Því er gott að huga að eigin viðhorfi gagnvart fjölbreytileika.

Við hjá Mími höfum mikla reynslu af því að vinna með vinnustöðum að íslenskukennslu starfsfólks og bjóðum nú upp á námskeið fyrir vinnustaði þar sem við vinnum með samþættingu íslenskunáms og fjölmenningar. Við vitum að:

  • Viðhorf stjórnenda til fjölmenningar á vinnustað er mikilvægt og smitar út frá sér.
  • Virk þátttaka og blöndun allra á vinnustaðnum skiptir máli.
  • Allt starfsfólk þarf að finna að það skipti máli og að það geti verið stolt af sinni menningu.

Markmið námskeiðsins er að:

  • Þátttakendur öðlast betri skilning á fjölmenningu og hvaða áhrif hver starfsmaður hefur til að gera vinnustaðinn betri fyrir alla
  • Þátttakendur átti sig á hvaða áhrif samskipti þeirra og viðhorf hafa á aðra starfsmenn.

Hvert námskeið er eitt skipti og byggist upp á fræðslu, umræðum og verkefnum sem styðja við viðfangaefnið.
Tímalengd: Eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar um ráðgjöf og þjónustu við fyrirtæki veita:

 

 

 

Joanna Dominiczak

Joanna Dominiczak

Sími: 580-1800

Netfang: fyrirtaeki@mimir.is

Kristín Erla Þráinsdóttir

Sími: 580-1800

Netfang: fyrirtaeki@mimir.is

 

 

Þórunn Grétarsdóttir

Þórunn Grétarsdóttir

Sími: 580-1800

Netfang: fyrirtaeki@mimir.is

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?