Um er að ræða hagnýtt námskeið fyrir alla þá sem þurfa og vilja styrkja sig í tækni.

Námskeiðið miðar að því að nálgast tæknina og útskýra helstu tæknihugtök á „mannamáli“ með það að markmiði að efla sjálfstraust gagnvart tækni. Námskeiðið er hugsað sem fyrsta skrefið inn í tækniheiminn.

Á námskeiðinu er leitast við að efla einstaklinga í þeirri tækni sem mest ákall er um að einstaklingar tileinki sér til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði.

Félagsmenn í starfsmenntasjóðunum Starfsafl, Landsmennt, Ríkismennt, Sveitamennt, Sjómennt og Starfsmenntasjóði verslunar-og skrifstofufólks fá námskeiðið að fullu niðurgreitt á meðan ráðrúm leyfir.

Námskeiðið er samtals 20 klukkustundir og skiptist í tvo hluta.

Fyrri hluti

  • Fjórða iðnbyltingin.
  • Leiðarvísar að farsælu lífi.
  • Stafræna hæfnihjólið.

Seinni hluti
Örvinnustofur þar sem farið er í þætti eins og:

  • Google
  • Stafræna gagnavinnslu
  • Forritun og stillingar
  • Hagnýtingu samfélagsmiðla

Kennarar á námskeiðinu eru sérfræðingar í sínu fagi og vanir að nálgast nemendur á mismunandi getustigi hvað tækni varðar.

Nánari upplýsingar um ráðgjöf og þjónustu við fyrirtæki veita:

 

 

Joanna Dominiczak

Joanna Dominiczak

Sími: 580-1800

Netfang: fyrirtaeki@mimir.is

Kristín Erla Þráinsdóttir

Sími: 580-1800

Netfang: fyrirtaeki@mimir.is

 

 

Þórunn Grétarsdóttir

Þórunn Grétarsdóttir

Sími: 580-1800

Netfang: fyrirtaeki@mimir.is

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?