Aðalfundur Mímis fór fram 12. maí síðast liðinn í húsnæði Mímis að Höfðabakka 9. Á fundinum var farið yfir starfsárið 2022 sem jafnframt er tuttugasta afmælisár Mímis.
„Munið líka að menntun er skemmtun“, segir Hlín Rafnsdóttir meistaranemi í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands, sem sótti starfsnám sitt hjá Mími í vetur, um leið og hún hvetur fólk til að stíga skrefið og hefja nám á ný jafnvel eftir langt námshlé.
Kristín Erla Þráinsdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá Mími tók á móti grískum gestum frá the General Confederation of Greek Workers (INE GSEE) og KANEP. Þau komu til kynna sér símenntun og úrræði fyrir atvinnulausa á Íslandi.