Mímir er prófamiðstöð og stendur nemendum til boða að koma til okkar til að þreyta próf en undanfarið hafa einmitt verið miklir prófadagar. Þetta eru að mestum hluta nemendur frá Háskólanum á Akureyri og Bifröst sem koma til okkar en einnig hafa komið nokkrir nemendur úr öðrum skólum.

Nú á vordögum hafa verið tekin um 860 próf hjá okkur og því ljóst að mikið skipulag og samvinnu þarf til að taka á móti svona miklum fjölda fólks en allt hefur þetta gengið mjög vel. Nemendur hafa verið yfirvegaðir og rólegir og öll vandamál sem upp hafa komið verið leyst á farsælan hátt. Er það von okkar hjá Mími að próftökum líði vel hjá okkur og leggjum við áherslu á rólegt viðmót og hjálpsemi.

Framundan eru svo endurtektar/sjúkrapróf og hlökkum við til að taka á móti fleiri nemendum þá.