Karen Guðmundsdóttir
náms- og starfsráðgjafi / verkefnastjóri

Ég veiti ráðgjöf við námsval, aðstoð, stuðning og ráðgjöf í námi. Aðstoða einstaklinga við að átta sig á eigin styrkleikum, eflingu sjálfstrausts og trú á eigin getu til að ná settum markmiðum í námi og starfi. Veiti aðstoð við starfsþróun, gerð ferilskráa, kynningarbréfa og undirbúning við atvinnuleit.

Er með réttindi til að leggja fyrir áhugasviðskönnun Bendils og raunfærnimat. Að vinna að raunfærnimati þjónustubrauta er skemmtilegur hluti af starfinu þar sem það veitir einstaklingum á vinnumarkaði tækifæri til að staðfesta þekkingu sína og færni. Raunfærnimatið eykur trú einstaklinga á eigin getu og getur verið stökkpallur fyrir frekara nám.

Starfsreynsla og menntun
Þá hef ég starfað sem náms- og starfsráðgjafi á grunn- og háskólastigi, en starfað hjá      Mími-símenntun frá árinu 2021.

  • Háskóli Íslands
    • MA gráða í náms- og starfsráðgjöf
    • Diplóma í náms- og starfsráðgjöf
    • BA gráða í félags- og mannfræði
  • Leyfisbréf sem náms- og starfsráðgjafi
  • Réttindi til að leggja fyrir raunfærnimat
  • Réttindi til að leggja fyrir áhugasviðskönnun Bendils

 

PANTA TÍMA Í NÁMS- OG STARFSRÁÐGJÖF

Var efnið á síðunni hjálplegt?