Kristín Erla Þráinsdóttir
náms- og starfsráðgjafi / verkefnastjóri
Ég veiti almenna náms- og starfsráðgjöf sem felur meðal annars í sér að hjálpa fólki að átta sig á eigin styrkleikum og áhugasviði, efla sjálfstraust sitt og auka trú á eigin getu samhliða persónulegri ráðgjöf. Aðstoða við gerð ferilskráa, kynningarbréfs og undirbúning fyrir atvinnuviðtalið sjálft. Þá aðstoða ég einnig einstaklinga við að tileinka sér bætt vinnubrögð og betri námstækni, markmiðasetningu og tímaskipulag. Það skemmtilegasta í mínu starfi er að aðstoða fólk við náms- og starfsval.
Ég hef leitt vinnu varðandi raunfærnimat í fagnámi verslunar og þjónustu sem hefur verið hjá Mími frá árinu 2019. Sinni einnig starfsþróunarviðtölum þar sem ég aðstoða fólk við ákvarðanatöku varðandi nám eða stöðu á vinnumarkaði, eins og að kanna leiðir til starfsþróunar. Ég er í fyrirtækjateymi Mímis sem hefur það markmið að veita fyrirtækjum ráðgjöf og þjónustu um allt sem snýr að því að efla mannauð sinn með árangur að leiðarljósi.
Starfsreynsla og menntun
Hóf störf hjá Mími símenntun sem náms- og starfsráðgjafi í byrjun árs 2019.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin