Ellefu nemendur útskrifuðust úr fagnámskeiði 2 fyrir starfsfólk leikskóla. Námskeiðið er framhaldsnámskeið af námskeiðinu fagnámskeið 1 fyrir starfsfólk leikskóla. Á framhaldsnámskeiðinu er kafað dýpra í námsefnið. „Það er heilmargt sem að nemendur hafa lært í náminu sem þau eru nú að ljúka. Þá hafa ólíkir kennarar með ólíkar áherslur komið að náminu, sem er auðvitað mikill styrkur, en við leggjum upp úr því að hafa góða og færa kennara í hverju fagi. Meðal þess sem hefur verið lögð áhersla á eru greinar eins og slysavarnir fyrir leikskólabörn, listastarf með börnum og þroski og þróun leikskólabarna,“ segir Þórunn Grétarsdóttir, verkefnastjóri hjá Mími um námið.

 

Nánari upplýsingar um fagnámskeiðin má nálgast hér:

Fagnámskeið 1

Fagnámskeið 2