Um námskeiðið

Námið er ætlað einstaklingum sem eru eldri en 20 ára, hafa stutta skólagöngu og vinna við uppeldi og umönnun barna á leikskólum. Nauðsynlegt er að ljúka fagnámskeiði 1 áður en farið er á fagnámskeið 2. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðari af Menntamálastofnun. Fagnámskeiðin eru haldin í samstarfi Mímis-símenntunar og Eflingar. 

Uppbygging náms

Kennsla fer fram frá 8:30 – 15:30 mánudaga – föstudaga. Námskeiðið er 70 klukkustundir og fer fram á 12 kennsludögum.

Námsgreinar

  • Færnimappa
  • Heilsuefling
  • Heimsókn í leikskóla
  • Innra starf í leikskóla
  • Íslenska fyrir tvítyngd börn
  • Líkamsbeiting og vinnuaðstaða
  • Listastarf með börnum
  • Námskrá leikskóla
  • Þroski og þróun leikskólabarna
  • Slysavarnir

 

Inntökuskilyrði

Námið er ætlað þeim sem vinna á leikskólum, eru eldri en 20 ára og hafa ekki lokið formlegu framhaldsskólanámi. Heimilt er þó í undantekningartilfellum að taka inn í námið starfsmenn sem eru á aldrinum 18-20 ára ef þeir eru í fullu starfi. Þátttakendur þurfa að ljúka Fagnámskeiði 1 til þess að halda áfram á Fagnámskeið 2.

 

 

 

 

 

Námsmat

Námsmat byggir á mætingu og virkni í tímum. Nauðsynlegt er að ná 80% mætingu til að teljast hafa lokið námsbrautinni.

Kennslustaður

Höfðabakki 9, 110 Reykjavík

Styrkir/niðurgreiðslur

Stéttarfélög hafa greitt fyrir sína félagsmenn að hluta eða öllu leyti. Vinsamlega leitið upplýsinga hjá ykkar stéttarfélagi.

Stundatafla/kennslufyrirkomulag

Kennt er alla virka daga frá 8:30-15:30.

Verð

Almennt verð er 27.500 kr.

Stéttarfélög hafa greitt fyrir sína félagsmenn að hluta eða öllu leyti. Vinsamlega leitið upplýsinga hjá ykkar stéttarfélagi. 

Spurt og svarað

Eru próf? Nei það eru ekki próf en það er 80 % mætingarskylda.

Hvenær hefst námið? Fagnámskeið II fer af stað á vorönn svo lengi sem skráning er nægjanleg.

Hvaða möguleika gefur þetta námskeið? Nemendur sem klára fagnámskeið I og II geta sótt um Leikskólaliðabrú til að öðlast starfsheitið Leikskólaliði.