Um námskeiðið

Námið er framhald af Fagnámskeiði 1 fyrir starfsfólk leikskóla og er ætlað þeim sem vinna á leikskólum, eru eldri en 20 ára og hafa ekki lokið formlegu framhaldsskólanámi. Tilgangur námsins er að byggja ofan á þeirri þekkingu sem námsfólk hefur öðlast í Fagnámskeiði 1 fyrir starfsfólk leikskóla og auðvelda námsfólki að takast enn frekar á við verkefni sem þeim eru falin í starfi, efla sjálfstraust þeirra og lífsleikni og stuðla að jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðri af Menntamálastofnun.

Námskeiðið er kennt á íslensku. Til þess að geta tekið þátt í námskeiðinu er mælst til þess að þátttakendur séu a.m.k. á stigi A2-B1 skv. evrópska tungumálarammanum.

Sjá hér: https://www.rannis.is/media/islenskukennsla/Evropski-tungumalaramminn.pdf

Umsækjendum þessa námskeiðs stendur til boða að taka ókeypis stöðupróf hjá Mími-símenntun áður en sótt er um. Ef áhugi er fyrir hendi, hafið samband við verkefnastjóra námskeiðsins.

Uppbygging náms

Á námskeiðinu er lögð áhersla á námsþætti sem styrkja persónulega og almenna færni t.d. heilsueflingu, innra starf og námskrá leikskóla, íslenskukennslu, listastarfi með börnum, þroska og þróun barna og slysavarnir. Einnig fara þátttakendur í heimsókn í valda leikskóla til að kynnast starfi þeirra.

Kennsla fer fram frá 8:30 – 15:30 mánudaga – föstudaga í Höfðabakka 9. Námskeiðið er 70 klukkustundir og fer fram á 12 kennsludögum.

Námsgreinar

  • Færnimappa
  • Heilsuefling
  • Heimsókn í leikskóla
  • Innra starf í leikskóla
  • Íslenska fyrir tvítyngd börn
  • Líkamsbeiting og vinnuaðstaða
  • Listastarf með börnum
  • Námskrá leikskóla
  • Þroski og þróun leikskólabarna
  • Slysavarnir

 

Inntökuskilyrði

Námið er ætlað þeim sem vinna á leikskólum, eru eldri en 20 ára og hafa ekki lokið formlegu framhaldsskólanámi. Heimilt er þó í undantekningartilfellum að taka inn í námið starfsmenn sem eru á aldrinum 18-20 ára ef þeir eru í fullu starfi. Það er mælt með að nemendur ljúki Fagnámskeiði 1 áður en þeir skrá sig í Fagnámskeið 2.

 

 

 

 

 

Námsmat

Námsmat byggir á mætingu og virkni í tímum. Nauðsynlegt er að ná 80% mætingu til að teljast hafa lokið námsbrautinni.

Kennslustaður

Fjarnám og Höfðabakki 9, 110 Reykjavík

Styrkir/niðurgreiðslur

Stéttarfélög hafa greitt fyrir sína félagsmenn að hluta eða öllu leyti. Vinsamlega leitið upplýsinga hjá ykkar stéttarfélagi.

Stundatafla/kennslufyrirkomulag

 

Verð

Almennt verð er 32.000 kr.

Stéttarfélög hafa greitt fyrir sína félagsmenn að hluta eða öllu leyti. Vinsamlega leitið upplýsinga hjá ykkar stéttarfélagi. 

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

Spurt og svarað

Eru próf? Nei það eru ekki próf en það er 80 % mætingarskylda.

Hvenær hefst námið? Fagnámskeið II fer af stað svo lengi sem skráning er nægjanleg.

Hvaða möguleika gefur þetta námskeið? Nemendur sem klára fagnámskeið I og II geta sótt um Leikskólaliðabrú til að öðlast starfsheitið Leikskólaliði.

 

Flokkar: Námsbrautir