31. maí, 2024
Miðvikudaginn 29. maí útskrifuðust 13 nemendur úr Fagnámskeiði 1 fyrir starfsfólk leikskóla. Þetta var virkilega skemmtilegur hópur og gaman að hafa þau í húsi. Þau fara nú aftur til vinnu á sínum leikskólum með nýja þekkingu og hugmyndir í farteskinu en á námskeiðinu var m.a. lögð áhersla á tölvuleikni og notkun hennar í starfi með börnum. Einhver þeirra sem luku námskeiðinu munu svo koma aftur til okkar í Mími á Fagnámskeið 2 fyrir starfsfólk leikskóla sem hefst 11.júní, þar sem m.a. verður lögð áhersla og myndlist og leiklist.
Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með útskriftina.