Í ferðaþjónustu er mikilvægt að starfsfólk fái þjálfun og kennslu til að sinna starfi sínu af kostgæfni. Góð fræðsla skiptir gríðarlegu máli fyrir velgengni fyrirtækja því hún eykur á ánægju viðskiptavina jafnt sem starfsfólks. Starfsfólk sem hefur fengið góða þjálfun er betur í stakk búið til þess að þjónusta viðskiptavini og skila sem bestri upplifun til viðskiptavina sinna. Hjá Mími eru tvö námskeið sem starfsfólk ferðaþjónustu getur nýtt sér til þess að ná árangri í starfi. 

Ferðaþjónusta 1 og Ferðaþjónusta 2

Í námskeiðunum er lögð áhersla á að nemendur öðlist færni  til þess að takast á við fjölbreytt úrlausnarefni í starfi innan ferðaþjónustunnar. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðari af Menntamálastofnun.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér mikilvægi fræðslu fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu geta jafnframt lesið grein frá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar um málefnið hér.