Um námskeiðið

Ferðaþjónusta 2 er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa í ferðaþjónustu og vilja efla færni sína í að takast á við fjölbreytt úrlausnarefni í því starfi. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðari af Menntamálastofnun.

 

Námsgreinar:

  • Að vinna undir álagi / Working under pressure
  • Árangursrík samskipti / Effective communication
  • Frumkvæði / Initiative
  • Fjölmenningarfærni / Multiculturalism
  • Sjálftraust / Self-confidence
  • Starfshæfni / Work ability
  • Viðskiptavinurinn í brennidepli / The customer in focus

 

Inntökuskilyrði

a. að vera 18 ára eða eldri og hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi

eða

b. að hafa undirritað námssamning hjá Vinnumálastofnun

Námsmat

Námsmat byggir á mætingu og virkni í tímum. Mætingarskylda er á námskeiðið. Ekkert lokapróf. 

Kennslustaður

Höfðabakki 9, 110 Reykjavík

Styrkir/niðurgreiðslur

Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námskeiðið. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námskeiðið og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna. Atvinnuleitendur geta sótt um allt að 75% niðurgreiðslu til Vinnumálastofnunar. 

 Námsstyrkir | Vinnumálastofnun (vinnumalastofnun.is)

Stundatafla/kennslufyrirkomulag

 

Verð

Fullt verð 15.000 kr. Vinnumálastofnun greiðir allt að 75% af námsgjaldi.

 Námsstyrkir | Vinnumálastofnun (vinnumalastofnun.is)

 Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

Flokkar: Námsbrautir