Um þessar mundir fer fram fagnámskeið fyrir starfsfólk leikskóla 2. Nemendur sem það sækja hafa lokið fagnámskeiði 1 og eru að sækja sér enn frekari menntun í faginu.

Fagnámskeiðin eru haldin í samstarfi Mímis-símenntunar og Eflingar. Námið er ætlað einstaklingum sem eru eldri en 20 ára, hafa stutta skólagöngu og vinna við uppeldi og umönnun barna á leikskólum.

Þegar okkur bar að garði voru nemendur í óða önn að læra slysavarnir og skyndihjálp. En farið er ítarlega í slysavarnir og skyndihjálp sem snýr að börnum og starfsumhverfi leikskólastarfsfólks.

Ef þú hefur áhuga á náminu má skoða það nánar hér:

Fagnámskeið 1

Fagnámskeið 2

Myndin hér að neðan sýnir brúður úr pappamassa sem nemendur útbjuggu. En þetta er meðal þess sem kennt er þannig að nemendur fái aukna hæfni í því að stunda listastarf með leikskólabörnum.