Mbl.is tók viðtal við hjónin Sig­ríði Hjálm­ars­dótt­ur og Hall­dór Hall­dórs­son sem lært hafa spænsku hjá Mími til þess að fá meira út úr ferðum sínum til Tenerife. Þau voru ánægð með kennsluna og kennarann en Sigrún Björk Friðriksdóttir hefur kennt spænskunámskeið hjá Mími núna í nokkur misseri og hafa námskeiðin notið mikilla vinsælda.

 „Mér fannst þetta mjög vel leyst hjá henni Sigrúnu. Hún er af­skap­lega skemmti­leg­ur kenn­ari og með nú­tíma­leg­ar kennsluaðferðir. Hún gekk á milli og spurði okk­ur spurn­inga. Maður þurfti að vera á tán­um og geta svarað. Þannig kom smá æf­ing í að tjá sig,“ seg­ir Hall­dór meðal annars í viðtalinu sem lesa má í heild sinni hér.

Mímir heldur reglulega spænskunámskeið bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiðin eru vinsæl og eru fyrstu námskeið ársins nú þegar uppbókuð. Næsta byrjendanámskeið hefst 4. mars og standa skráningar yfir á vef Mímis. Einnig eru nokkur sæti laus í framhaldsnámskeið í spænsku sem hefst 24. janúar.