Um námskeiðið

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa grunnþekkingu á tungumálinu eða hafa lokið spænsku 1. Farið verður yfir undirstöðuatriði í málfræði og grunnorðaforði þjálfaður á fjölbreyttan hátt með áherslu á talað mál. 

Ávinningur námskeiðsins er að læra:

  • að tjá sig með einföldum hætti við spænskumælandi fólk,
  • frekari orðaforða sem nýtist í daglegu lífi,
  • um menningu og lífshætti spænskumælandi lands.

 

Í lok námskeiðs ættu nemendur að hafa aukna getu til að eiga samskipti við spænskumælandi fólk og hafa hagnýtan orðaforða.

Heiti námskeiðs Dags. Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Spænska framhald 06. sep - 11. okt Mið 17:10-19:20 Höfðabakki 9 36.500 kr. Skráning