Um námskeiðið

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa grunnþekkingu á tungumálinu eða hafa lokið spænsku 1. Farið verður yfir undirstöðuatriði í málfræði og grunnorðaforði þjálfaður á fjölbreyttan hátt með áherslu á talað mál. 

Ávinningur námskeiðsins er að læra:

  • að tjá sig með einföldum hætti við spænskumælandi fólk
  • frekari orðaforða sem nýtist í daglegu lífi
  • um menningu og lífshætti spænskumælandi lands

 

Í lok námskeiðs ættu nemendur að hafa aukna getu til að eiga samskipti við spænskumælandi fólk og hafa hagnýtan orðaforða.

Flokkar: Erlend tungumál