Eins og fram hefur komið í fréttum hefur verið lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19. Mímir fylgir tilmælum almannavarna hvað varðar viðbrögð og undirbýr næstu skref.
Vilt þú tilheyra öflugu teymi? Mímir leitar að verkefnastjórum í fullt starf. Leitað er að sjálfstæðum, samstarfsfúsum og lausnamiðuðum aðilum með brennandi áhuga á fræðslu og þjálfun fullorðinna á vinnumarkaði. Hugmyndaauðgi og hæfileikar til samstarfs er lykilatriði.
Nú fer nýtt skólaár senn af stað og því miður virðist Covid síður en svo vera á undanhaldi. Við munum samt halda inn í nýja önn full bjartsýni og stefnum ótrauð áfram inn í vorið.