Skólastarf í takti við neyðarstig almannavarna  (English below)
 
Kæru nemendur/kennarar
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur verið lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19. Mímir fylgir tilmælum almannavarna hvað varðar viðbrögð og undirbýr næstu skref.
Hjá Mími er unnið hörðum höndum að því að tryggja að starfsemi skólans geti haldið áfram eins og kostur er, jafnvel þótt yfirvöld ákveði að boða tímabundna lokun skóla og/eða samkomubann. Við verðum því að vera viðbúin því að kennsla hjá Mími gæti með stuttum fyrirvara orðið stafræn ef forsendur breytast í samfélaginu.
Áfram er unnið að því að nýta fjarskiptatækni við nám, kennslu, ráðgjöf og raunfærnimat til að tryggja áframhaldandi skólastarf og munu kennarar og verkefnastjórar hjá Mími upplýsa nemendur sína um stöðu mála. Kappkostað verður að halda húsnæði Mímis opnu svo kennarar geti nýtt aðstöðu ásamt tækjum og tólum til að hafa samskipti við nemendur og/eða kenna í fjarnámi. Náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimat fer einnig fram að mestu leyti í gegnum fjarfundarbúnað.
 
Núverandi sóttvarnareglur
 
* Hámark 50 nemendur í hverju rými.
* Hámark 20 starfsmenn í hverju rými en starfsmönnum er þó heimilt að fara á milli rýma.
* Sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð skulu nemendur og starfsmenn nota andlitsgrímur.
* Heimilt er að viðhafa 1 metra milli nemenda í kennslustofum en þá skulu þeir nota andlitsgrímur.
 
Áhersla á smitvarnir
 
Við minnum á einstaklingsbundnar sóttvarnir. Sprittstöðvar eru staðsettar við aðalinngang, fyrir framan afgreiðslu og í kennslustofum.
Ef við finnum til einkenna COVID -19 þá erum við heima og förum í sýnatöku.
Komi upp smit þarf viðkomandi að láta skólann vita með pósti á netfangið annasolveig@mimir.is því fyrirtæki eru núna sjálf ábyrg fyrir smitrakningu.
 
Við hvetjum alla til að fylgjast vel með framgangi mála í fréttum og ef nýjar upplýsingar berast sem hafa áhrif á skólastarfið setjum við tilkynningu um það á vefmiðla skólans.
 
English
Operating the school in compliance with the emergency alert of The Department of Civil Protection
 
According to the latest news a state of emergency has been declared by The Department of Civil Protection due to the Covid-19 virus. Accordingly, Mimir follows their instructions, regarding how to react, preparing the next steps.
 
In Mimir we work hard ensuring that our operations can continue as normally as possible if authorities will decide that schools will be closed temporarily and/or ban mass gatherings and meetings. We can expect that with short notice tuition will be changed from on site to online teaching, if the situation demands it.
Increasingly we are using telecommunication technology for studies, tuition, counselling and real competence evaluation, in order to ensure the continuation of our work. Teachers and project managers will inform their students about the situation. We do our best to keep our locations open so that teachers can use the accommodation and facilities there, in order to communicate with students and/or teach long distance students. Study- and career counselling will also mostly take place through teleconference equipment.
 
Current infection control measures
 
• Maximum 50 students in each room.
 
• A maximum of 20 employees in each room, but employees are allowed to move between rooms.
 
• If it is not possible to keep a distance of 2 meters, students and staff should wear face masks.
 
• It is permitted to use 1 meter between students in classrooms, in which case they must wear face masks.
 
Emphasis on infection control
 
We remind you of individual epidemic prevention. Alcohol stations are located at the main entrance, in front of the front desk and in classrooms.
 
If we find the symptoms of COVID -19 then we are at home and go for a sampling.
 
If you get tested positive for COVID-19 you must inform us by e-mail to annasolveig@mimir.is, as companies are now responsible for tracing the infections.
 
We encourage everyone to be informed about the latest news. New information regarding the school operations will be published on the website of Mimir.