Á þessari haustönn útskrifuðust þrír hópar úr Leikskólasmiðju og Umönnunarsmiðju. Tveir úr Leikskólasmiðju og einn úr Umönnunarsmiðju
Nemendur í Leikskólasmiðju hafa lagt hart að sér við nám sitt og hafa sýnt miklar framfarir í íslensku og meðal annars lært tungumálið í gegnum tónlist og leiklist. Þeir fóru í fjögurra daga vettvangsnám þar sem þeir öðluðust dýrmæta reynslu og þekkingu sem mun nýtast þeim vel í framtíðinni.
Nemendur í Umönnunarsmiðju fengu góðan undirbúning fyrir störf í umönnun þar sem þeir fræddust meðal annars um hvernig hægt væri að nota skapandi greinar líkt og tónlist, leiklist og hreyfingu í umönnunarstörfum. Þeir fóru í fjögurra daga vettvangsnám og í nokkrar skemmtilegar og fræðandi heimsóknir ásamt því að bæta við íslenskukunnáttu sína. Allt þetta mun hjálpa þeim að eiga góð samskipti við fólkið sem þau munu annast í framtíðinni.
Við óskum öllum útskriftarnemum innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni!
Útskriftarnemar úr smiðjunum





