Átta nemendur útskrifuðust fimmtudaginn 19. desember sl. úr námi fyrir samfélagstúlka.

Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við samfélagstúlkun. Samfélagstúlkun er munnleg hlutlaus túlkun milli aðila sem ekki tala sama tungumál.

Í náminu læra nemendur læra um íslenskt samfélag og helstu stofnanir þess auk þess að fá þjálfun í glósutækni og túlkun.

Við óskum þeim innilega til hamingju.