Umsóknarfrestur er til 22.september

Um námið

Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við samfélagstúlkun sem felst í því að miðla munnlega merkingu á milli aðila sem ekki tala sama tungumál, án þess að taka afstöðu til viðfangsefnisins.

Nemendur læra um íslenskt samfélag og helstu stofnanir. Krufin eru álitamál og siðareglur túlka skoðaðar. Einnig fá nemendur þjálfun í glósutækni og túlkun á námskeiðinu. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðari af Menntamálastofnun. 

Uppbygging náms

Námið er kennt í staðnámi og fjarnámi. Í staðnámi er gerð krafa um fulla mætingu.

Staðlotur:

Föstudagur, 11. október, kl. 17:10 -20:50

Laugardagur, 12. október, kl. 9.00 - 12:30

Laugardagur, 12. október, kl. 13:00 - 16:30

Laugardagur, 2. nóvember, kl. 9.00 - 12:30

Laugardagur, 2. nóvember, kl. 13:00 - 16:30

Laugardagur, 16. nóvember, kl. 9.00 - 12:30

Námsþættir

  • Íslenskt samfélag
  • Helstu stofnanir
  • Siðfræði og álitamál
  • Fjölmenning
  • Aðstæður og öryggi
  • Undirbúningur
  • Umsýsla og þjónusta
  • Túlkunartækni

Inntökuskilyrði

Námið er ætlað öllum sem eru 18 ára eða eldri og hafa íslenskukunnáttu á stigi 5 að minnsta kosti. 

Námsmat

Námsmat byggir á þátttöku og verkefnaskilum í fjarnámi og mætingu í staðnámi. Í staðnámi er gerð krafa um fulla mætingu

 Kennslustaður

Staðnám fer fram í Höfðabakka 9, 110 Reykjavík

Styrkir/niðurgreiðslur

Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námskeiðið. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námskeiðið og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna. 

VMST greiðir 75% af námskeiðsgjaldi en aldrei meira en 80 þúsund krónur á ári. 

Nánar um námsstyrki VMST.  

Stundatafla/kennslufyrirkomulag 

  1. Föstudagur, 11. október, kl. 17:10 -20:50
  2. Laugardagur, 12. október, kl. 9.00 - 12:30
  3. Laugardagur, 12. október, kl. 13:00 - 16:30
  4. Laugardagur, 2. nóvember, kl. 9.00 - 12:30
  5. Laugardagur, 2. nóvember, kl. 13:00 - 16:30
  6. Laugardagur, 16. nóvember, kl. 9.00 - 12:30

 (Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar).

 Verð

48.000 krónur

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

Flokkar: Námsbrautir