Glæsilegur hópur útskrifaðist 26. júní úr fagnámskeiði 2 fyrir starfsfólk leikskóla hjá Mími.

Á námskeiðinu fengu þátttakendur innsýn í mikilvæg málefni, svo sem þroska leikskólabarna, námsskrá leikskóla, íslensku fyrir tvítyngd börn, listastarf með börnum og margt fleira. Þá var einnig lögð áhersla á líkamsbeitingu og vinnuaðstöðu, slysavarnir og heilsueflingu, sem eru allt þættir sem skipta miklu máli í daglegu starfi á leikskóla.

Nemendur hafa staðið sig með prýði og var einstaklega ánægjulegt að hafa þau í húsinu. Þau voru áhugasöm, jákvæð og tilbúin að leggja sig fram í náminu.

Við óskum öllum útskriftarnemum innilega til hamingju með áfangann og þökkum fyrir samveruna.