02. júlí, 2024
Fimmtudaginn 27. júní sl. útskrifuðust níu nemendur úr Fagnámskeiði 2 fyrir starfsfólk leikskóla. Þetta var mjög skemmtilegur hópur og gaman að hafa þær í húsi. Þær fara nú aftur til vinnu á sínum leikskólum með nýja þekkingu og hugmyndir í farteskinu en á námskeiðinu var m.a. lögð áhersla á myndlist og leiklist.
Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með útskriftina og velgengni í öllu sem þær taka sér fyrir hendur í framtíðinni.