Þann 18. desember var hátíðlegur dagur hjá Mími símenntun þegar 24 nemendur útskrifuðust frá Menntastoðum. Foreldrar, vinir og kennarar komu saman til að fagna árangri nemendanna.
Meðal þeirra sem fluttu ávarp var Sólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdarstjóri Mímis og Birgitta Inga Sigríðardóttir útskriftarnemandi Menntastoða. Hjá Mími er boðið upp á fjölbreyttar námsleiðir fyrir fullorðna einstaklinga og eru
Menntastoðir ein af vinsælli námsleiðum sem Mímir býður uppá. Námið skapar tækifæri fyrir fólk að byggja upp hæfileika sína og auka möguleika á áframhaldandi námi eða nýjum atvinnutækifærum. Útskriftarnemendur þetta árið eru öll að taka næstu skref í námi og stefna á Háskólabrú Keilis, Háskólagrunn HR, Tækniskólann eða aðra framhaldsskóla í verknámi.
Við óskum öllum nýútskrifuðum nemendum innilega til hamingju.