Fimmtudaginn 11. desember var útskrift námsleiðarinnar Færni á vinnumarkaði hjá Mími-símenntun.

Eins og sjá má á myndinni eru nemendurnir ánægðir með árangurinn, ásamt kennara sínum, Margréti Kristínu Pétursdóttur.

Námið samanstendur af 70 klst. námi í Mími og 110 klst. starfsþjálfun. Að lokinni þátttöku á þessu námskeið fá nemendur Fagbréf atvinnulífsins sem gefið er út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Verkefnið var haldið í samvinnu við Vinnumálastofnun.

Við hjá Mími óskum nemendunum til hamingju með útskriftina og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.