Vilt þú styrkja þig fyrir framtíðina?

Starfstengt nám fyrir fatlað fólk í atvinnuleit sem er að stíga inná vinnumarkaðinn.

Námið er unnið í samstarfi við atvinnulífið og er samsett af 70 klst. fræðslu hjá Mími og 110 klst. starfsnámi á vinnustað, samtals 180 klst.

Í fræðslunni er farið yfir atriði sem nauðsynlegt er að kunna svo sem réttindi og skyldur á vinnumarkaði, mikilvægi góðra samskipta og ýmis réttindamál. Einnig eru tekin fyrir ýmis valdeflandi málefni svo sem fræðsla um mannréttindi, margbreytileika, sjálfsmynd og sjálfsstyrkingu.

Að námi loknu fá þátttakendur staðfestingu á hæfni með Fagbréfi atvinnulífsins.

Í boði er eftirfarandi starfstengt nám:

Starf við endurvinnslu

Starf á lager

Starf við umönnun

Starf í leikskóla

Starf við þrif og þjónustu

Starf í verslun

Starf í frístund og fleira

Starf í léttum iðnaði

 

Skráning og nánari upplýsingar hjá Vinnumálastofnun á netfanginu: ams@vmst.is

Flokkar: Námsbrautir