Mánudaginn 30. júní sl. útskrifuðum við hóp nemenda úr leikskólaliðabrú. Hópurinn hefur staðið sig mjög vel, sýnt bæði áhuga og eldmóð að ljúka náminu, sem er alls fjórar annir.

Það hefur verið sannur heiður fyrir starfsfólk og kennara Mímis að fylgjast með framvindu þeirra á þessu ferðalagi.

Útskriftin markar tímamót í lífi nemendanna sem nú bera starfsheitið Leikskólaliðar. Við hjá Mími erum sannfærð um að þessi kraftmikli hópur eigi eftir að láta til sín taka í leikskólastarfi með fagmennsku og umhyggju fyrir börnum að leiðarljósi.

Við óskum útskriftarnemum innilega til hamingju með áfangann