Næst í boði á haustönn 2026

 

Vinnur þú í leik- eða grunnskóla og vilt efla þig í leik og starfi?

Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú er sérsniðin námsbraut fyrir þá sem starfa með börnum á leik- og grunnskólastigi. Námið er hagnýtt, tengt skólastarfi og kennt með það að leiðarljósi að styrkja þátttakendur í núverandi eða framtíðarhlutverkum innan skólakerfisins.

Í náminu öðlast nemandinn:

  • Dýpri skilning á þroska og þörfum barna
  • Innsýn í mikilvægi leiks í námi og þroska
  • Þjálfun í áhrifaríkum samskiptum og samstarfi
  • Sterkari fagvitund og aukið sjálfstraust

Að námi loknu útskrifast þátttakendur sem leikskólaliðar og stuðningsfulltrúar með viðurkennda menntun sem nýtist beint í starfi og styrkir stöðu þeirra til framtíðar.

Námið er 66 framhaldsskólaeining og er kennt samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

Ertu nú þegar með reynslu úr starfi í leik- eða grunnskóla? Þá geturðu mögulega fengið hluta námsins metinn í gegnum raunfærnimat!

Hafðu samband við náms- og starfsráðgjafa Mímis til að skoða þín tækifæri 

Panta viðtal

 

Námgreinar sem kenndar eru á námsleiðinni

Upplýsingatækni UTN2A05

Leikur sem náms- og þroskaleið LEN2A05

Uppeldisfræði UPP2A05

Barnabókmenntir ÍSL2A05

Kennslustofan og nemandinn NÁMT2KN05

Fatlanir FTL1A05

Skapandi starf SPS1A05

Uppeldisfræði UPP3A05

Samskipti og samstarf SAS1A05

Þroskasálfræði SÁL3A05

Gagnrýnin hugsun og siðfræði GHS2A05

Hegðun og atferlismótun HOA2A05

Skyndihjálp SKY2A01

Þroski og hreyfing ÞRO2A05

Fyrir hverja?

Námið er ætlað starfsfólki leik- og grunnskóla sem vilja efla sig faglega.

Námið er ætlað einstaklingum sem

  • Hafa náð 22 ára aldri
  • Eru með a.m.k. þriggja ára starfsreynslu á leik- eða grunnskóla
  • Hafa lokið 140 klst. starfstengdum námskeiðum

Hagnýtar upplýsingar

Námið fer fram í blönduðu fjar- og staðnámi með stuðningi reyndra kennara. Einn áfangi er kenndur í einu, sem gerir námið sveigjanlegt og auðveldara að samræma það við fjölskyldulíf og starf. Kennt er einn laugardag í mánuði á milli 9-15 í húsnæði Mímis að Höfðabakka 9 og 2-3 mánudagskvöld í mánuði frá 17:00-21:00 á Teams. Nemendur hlusta á fyrirlestra heima, taka þátt í umræðum á netinu og vinna verkefni á milli tíma.

Nemendur taka virkan þátt í umræðum og verkefnavinnu og fá reglulega endurgjöf sem styður við persónulega og faglega þróun.

Flokkar: Námsbrautir