Þórunn Rakel Gylfadóttir, rithöfundur og kennari og Vanessa Monika Isenmann, verkefnastjóri hjá Mími fóru í viðtal í Mannlega þættinum á Rás 1 til að kynna nýja nálgun í íslenskunámi hjá Mími. 

Nýtt nám er að hefjast hjá Mími nú í byrjun október sem snýr að bókmenntun og íslensku. Námið er fyrir þau sem eru komin með sæmilegan grunn í íslensku og vilja auðga orðaforða sinn og æfa daglega málnotkun. 

Hægt er að hlusta á viðtalið hér og fræðast betur um námið. 

 

Þú getur kíkt á námskeiðin með því að smella á hnappana hér að neðan.

Bókaklúbburinn AKAM, ÉG OG ANNIKA- STYTTRI ÚTGÁFA. (B1.1) 

Bókaklúbburinn: SMÁSÖGUR OG DAGLEGT MÁL. (B.1.2)