Bókaklúbbur kvenna (B1): íslenska & vellíðan (online) (38klst.)

Þetta námskeið er ætlað konum af erlendum uppruna og er haldið í samstarfi við Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N. á Íslandi). Markmiðið er að skapa öruggt og styðjandi rými þar sem konur geta eflt íslenskukunnáttu sína og byggt upp sjálfstraust í nýju tungumáli.

Á námskeiðinu verður skáldsagan Akam, ég og Annika eftir Þórunni Rakel Gylfadóttur lesin og rædd. Bókin kom út árið 2021 og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og unglingabóka. Sagan snýst um íslenska stúlku sem flytur til Þýskalands og þarf að aðlaga sig að nýju umhverfi og tungumáli. Nemendur lesa styttri útgáfu sögunnar, og unnið verður markvisst með orðaforða, málfræði og samskiptahæfni í daglegu tali. Áhersla er lögð á virka þátttöku í umræðum og tjáningu í hlýlegu og hvetjandi námsumhverfi.

Auk bókaklúbbsins taka nemendur þátt í vinnustofum um vellíðan og heilsu þar sem unnið er með sjálfstraust, félagslega þátttöku og tilfinningalegar áskoranir sem geta fylgt tungumálanámi og aðlögun að nýju samfélagi. Vinnustofurnar fara fram á ensku og tengja íslenskunámið við alvöru áskoranir í daglegu lífi.

Námskeiðið hentar konum af erlendum uppruna sem hafa náð B1-stigi í íslensku og vilja styrkja sig enn frekar í málnotkun, tjáningu og samfélagslegri þátttöku.

Athugaðu að námskeiðið er kennt á netinu og er einungis haldið ef lágmarksþátttaka næst.

 

Kennsluform

Miðvikudagar: Bókaklúbbur & íslenskunám (20 klst.)

Í hverri viku lesum við einn kafla úr skáldsögunni Akam, ég og Annika og ræðum saman.

  • Áhersla á samtöl, orðaforða og málfræði
  • Þjálfun í daglegu tali, tjáningu og íslenskum orðasamböndum
  • Kennsluaðferðir: Umræður, hlutverkaleikir, ritunaræfingar og munnleg tjáning

 

Mánudagar: Vinnustofur um vellíðan & andlega heilsu (18 klst.)

Þessi vinnustofa styður tungumálanámið með því að vinna með tilfinningalegar og félagslegar áskoranir í aðlögun og námi.

  • Kennt á ensku til að tryggja dýpri umræðu
  • Áhersla á sjálfstraust, seiglu og tjáningu
  • Tengir íslenskunám við raunverulegar upplifanir

 

 

English:

Women's Book Club (B1): Icelandic & Well-being (online) (38 hours)

This course is designed for women of foreign origin and is offered in collaboration with W.O.M.E.N. in Iceland (Women of Multicultural Ethnicity Network in Iceland). The goal is to create a safe and supportive space where women can develop their Icelandic language skills and build confidence in using a new language.

During the course, we will read and discuss the novel Akam, ég og Annika by Þórunn Rakel Gylfadóttir. The book was published in 2021 and won the Icelandic Literary Prize in the children’s and young adult category. Akam, ég og Annika tells the relatable story of an Icelandic girl who moves to Germany and struggles at first with adjusting to the new environment and language. Students will read a simplified version of the novel, with a strong focus on vocabulary building, grammar, and communication skills in everyday conversations. Active participation in discussions and speaking exercises will be encouraged in a warm and motivating learning environment.

In addition to the book club, participants will take part in well-being and personal growth workshops, where we will work on self-confidence, social integration, and the emotional challenges that can come with learning a new language and adapting to a new society. These workshops will be held in English and will connect language learning with real-life experiences and challenges.

This course is ideal for women of foreign origin who have reached a B1 level in Icelandic and wish to further develop their language skills, communication abilities, and participation in Icelandic society.

Please note that this is an online course that will only take place if a minimum number of participants is reached

 

Course Structure

Wednesdays: Icelandic Book Club & Language Learning (20 hours total)

Each week, students will read a chapter of Akam, ég og Annika and discuss it together.

  • Emphasis on conversation, vocabulary, and grammar
  • Focus on daily communication, emotions, and cultural themes
  • Activities: Discussion, role-playing, writing exercises, and speaking practice

 

Mondays: Wellbeing & Personal Growth Workshops (18 hours total)

These workshops complement the book discussions by addressing the emotional and psychological aspects of language learning and integration.

  • Held in English to ensure deep discussions
  • Focus on confidence, resilience, and self-expression
  • Bridge language learning with real-life experiences
Flokkar: Study Icelandic