Árið 2021 kom út sagan Akam, ég og Annika eftir Þórunni Rakel Gylfadóttur og hlaut bókin Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og unglingabóka. Ári seinna kom út stytt útgáfa bókarinnar en þar er málfar talsvert einfaldað.

 

Á þessu námskeiði verður styttri útgáfa bókarinnar lesin og rædd. Sérstaklega verður lögð áhersla á að auka orðaforða í töluðu máli og æfa daglega málnotkun. Líka verður unnið með orðasambönd og málvenjur í íslensku máli.

 

Ef þú ert komin/n með sæmilega góðan grunn í íslensku en langar til að bæta þig enn frekar (færa þig upp á stig B1 og jafnvel B2 skv. Evrópska tungumálarammanum) þá ætti þetta námskeið einmitt að vera fyrir þig.

 

Bókin er innifalin í námskeiðsgjaldinu.

Athugaðu að námskeið er einungis haldið ef lágmarksþátttaka næst. 

Heiti námskeiðs Dags. Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Akam, ég og Annika 04. okt - 06. des Mið 17:10-19:20 Höfðabakki 9 32.000 kr. Skráning